Bekkjarfulltrúar

Foreldrar

Hlutverk bekkjarfulltrúa er að stuðla að auknu samstarfi foreldra, kennara og nemenda innan hvers bekkjar, meðal annars með því að halda viðburði fyrir bekkinn utan skólatíma.

Bekkjarfulltrúar

Í hverjum bekk eiga að vera 4 bekkjarfulltrúar sem kosnir eru í byrjun skólaárs. Gott er að nýta námsefniskynningar til að ganga frá vali.

Vilji bekkjarfulltrúar koma á framfæri einhverjum málum er varðandi skólann kemur hann þeim á framfæri við stjórn foreldrafélagsins, sem annast öll slík mál. Störf bekkjarfulltrúa eru nánar tilgreind í erindisbréfi til þeirra.

Lykla af skólanum vegna bekkjarviðburða er hægt að nálgast skrifstofu skólans.

Árgangafulltrúi

Árgangafulltrúi í stjórn foreldrafélagsins er tengiliður milli stjórnar og bekkjarfulltrúa. Hann er ábyrgur fyrir að koma starfi bekkjarfulltrúa af stað að hausti og á að funda með þeim að minnsta kosti tvisvar á vetri.