Bókasafn

Nám og kennsla

Skólabókasafnið er lifandi fræðslu-, upplýsinga- og menningarmiðstöð skólans. Þar er fjölbreytt úrval af bókum til yndislestrar auk náms- og kennslugagna. Skólasafnið getur einnig fengið bækur frá Bókasafni Hafnarfjarðar að láni.

Útlán á bókum

Allir nemendur og starfsfólk geta fengið lánaðar bækur á bókasafni skólans. Útlánstími er 2 vikur og hægt að endurnýja útlán ef þörf er á. Fastir útlánstímar eru alla virka daga frá 8:10 til 9:30, annars eftir samkomulagi.

Fjölbreyttir safnkostir

Á bókasafninu eru tímarit, myndefni og spil fyrir nemendur til að njóta. Einnig eru tölvur sem nemendur hafa aðgang að fyrir verkefnavinnu. Nemendur geta farið á safnið í skipulögðum bekkjarferðum en eru líka hvattir til að nýta sér safnið eins og hægt er. 

Bókasafnsfræðingur er kennurum innan handar við gagnaöflun fyrir heimildaverkefni auk þess sem hægt er að vinna almenna verkefnavinnu á safninu.

Bókasafn Hvaleyrarskóla á Facebook