Skólareglur

Skólinn

Almennar skólareglur

Mikilvægt er að nemendur hafi ekki einungis skyldur gagnvart náminu sínu heldur líka framkomu sinni og hegðun í skóla. Nemendur bera ábyrgð á framkomu sinni og samskiptum með hliðsjón af aldri og þroska. Nemendum ber að hlíta fyrirmælum kennara og starfsfólks grunnskóla í öllu því sem skólann varðar, fara eftir skólareglum og fylgja almennum umgengnireglum í samskiptum við starfsfólk og skólasystkin.

Skólareglur

  • Bjóðum góðan dag í upphafi dags.
  • Notum innirödd og falleg orð í samskiptum.
  • Verum stundvís.
  • Förum eftir fyrirmælum.
  • Leiðum óæskilega hegðun hjá okkur.
  • Höfum hendur og fætur hjá okkur.
  • Sýnum ábyrgð við notkun síma og annarra snjalltækja.
  • Skiljum óleyfilega hluti eftir heima.
  • Göngum snyrtilega um.
  • Verum jákvæð og kurteis.

 

Síma- og tækjanotkun

  • Skólareglur gilda líka fyrir samskipti nemenda gegnum tölvur og umgengni um tækin.
  • Slökkt á að vera á síma og öðrum tækjum í kennslustundum og þau ekki sýnileg nema með sérstöku leyfi kennara.
  • Allar mynd- og hljóðupptökur í skólanum eru óheimilar nema með sérstöku leyfi kennara.
  • Nemendur eru hvattir til að vera ábyrgir á netinu og hafa í huga netorðin 5.

Reiðhjól, hjólabretti, hlaupahjól og línuskautar

Reiðhjól

  • Nemendur mega mæta á hjóli í skólann, þó verða nemendur í 1. bekk að vera í fylgd fullorðins.
  • Það er á ábyrgð foreldra að senda börnin sín í skólann á hjóli.
  • Nemendur bera sjálfir ábyrgð á hjólum sínum.
  • Leggja á reiðhjólum í hjólagrindur eða við grindverk og læsa.
  • Notkun reiðhjóla er bönnuð á skólatíma, líka í frímínútum.
  • Nemendur í 5.–10. bekk mega nota reiðhjól til að fara til og frá Sundhöllinni.  
  • Nemendur eiga að vera með hjálm.

Hlaupahjól, hjólabretti og línuskautar

  • Hlaupahjól eru geymd í læstri geymslu í skólanum.
  • Merkja þarf hlaupahjólin.
  • Nemendur bera sjálfir ábyrgð á hjólum, hjólabrettum og línuskautum sínum.
  • Notkun hlaupahjóla, hjólabretta og línu- og hjólaskauta er almennt ekki leyfð á skólalóðinni á skólatíma.
  • Nemendur í 5.–10. bekk mega vera á hlaupahjólum, hjólabrettum og línuskautum á brettavellinum.