Hvaleyrarskóli sigraði með nokkrum yfirburðum á grunnskólamótinu í skák sem haldið var 15. mars sl. í Öldutúnsskóla. Fékk liðið 18 vinninga af 20 möguleikum. Frábær frammistaða hjá okkar fólki! Í Fjarðarfréttum má lesa um grunnskólamótið og þar eru líka fleiri myndir af skáksnillingunum.

Öllum nemendum í 3. og 4. bekk í Hvaleyrarskóla er kennd skák. Lögð er áhersla á að allir læri mannganginn og æfist í að tefla. Með þessu er ýtt undir skákáhuga nemenda og rökhugsun þjálfuð. Talsvert er um það að nemendur nýti lausar stundir til að tefla og skákiðkunin setur skemmtilegan svip á skólabraginn. Nokkrum sinnum á síðustu árum hafa verið haldin fjöltefli í skólanum. Nemendur hafa einnig verið hvattir til að taka þátt í skákmótum og hafa náð góðum árangri þar.

Hvaleyrarskóli sigraði með nokkrum yfirburðum á grunnskólamótinu í skák sem haldið var 15. mars sl. í Öldutúnsskóla. Fékk liðið 18 vinninga af 20 möguleikum. Frábær frammistaða hjá okkar fólki! Í Fjarðarfréttum má lesa um grunnskólamótið og þar eru líka fleiri myndir af skáksnillingunum.