Hvaleyrarskóli teflir þann 2-7.ágúst í Washington D.C. í Bandaríkjunum en þar fer fram Heimsmeistaramót skólasveita. Liðið er skipað þeim: 1. Tristan Nash Alguno Openia 2. Milosz Úlfur Olszewski 3. Kristófer Árni Egilsson 4. Katrín Ósk Tómasdóttir 5. Emilía Klara Tómasdóttir Þar munu þau eiga möguleika að tefla gegn öðrum sterkum skólum hvaðanæva úr heiminum. Hvaleyrarskóli varð Íslandsmeistari grunnskólasveita fyrr í ár ásamt því að sigra skákmót grunnskóla Hafnarfjarðar bæði í 5-7.bekk og 8-10.bekk í maí síðastliðnum. Má með sanni segja að skákkennslan í Hvaleyrarskóla sé að skila sér enda er öllum nemendum í 3. og 4.bekk kennd skák. Lögð er áhersla á að allir læri mannganginn og grunnatriði í skák. Með þessu er ýtt undir skákáhuga nemenda og rökhugsun þjálfuð. Fréttir af liðinu má lesa á skak.is Deila Tísta