Félagsmiðstöðin Verið Verið er félagsmiðstöð fyrir börn og unglinga í 5.–10. bekk í Hvaleyrarskóla og er staðsett í miðrými skólans. Verið leggur áherslu á fjölbreytt og skemmtilegt starf fyrir unglinga ásamt sértæku hópastarfi og tímabundnum verkefnum. Verið kemur að mörgum viðburðum eins og 220 Rave, sem er haldin í nóvember í samvinnu við aðrar félagsmiðstöðvar, grunnskólahátíðinni, sameiginlegu balli allra grunnskólanna í bænum sem er haldin um miðjan febrúar, nýnemaballi, árshátíð nemenda, hæfileikakeppni nemenda í miðdeild og fleiri viðburðum. Dagskrá Versins má finna á Instagrammi Versins. Opnunartímar Bekkur Opnun 5. bekkur Mánudaga og miðvikudaga 17:00 - 18:45 6. bekkur Mánudaga og miðvikudaga 17:00 - 18:45 7. bekkur Mán/mið og fyrsta og síðasta föstudag mánaðar 17:00–18:45 8.–10. bekkur Mánudaga, miðvikudaga og föstudaga 19:30–22 Verið á samfélagsmiðlum Instagram