Nú á haustdögum, byrjaði val-áfangi með 30 nemendum unglingadeildar Hvaleyrarskóla í erlendu samstarfi við skóla í Eistlandi. Skólinn sem unnið er með í þessu samstarfi er Tartu Raatuse Kool í Eistlandi. Þema verkefnisins er: „Promoting Critical Thinking For Lowering Down The Post-COVID Communication Anxiety“ eða „Að efla gagnrýna hugsun til að draga úr samskiptakvíða eftir COVID“. Verkefnið er fjármagnað af Norrænu ráðherranefndinni (Nordplus). Alþjóðlegt samstarf Ferðalag til Eistlands Ráðgert er að allir nemendur valáfangans fari til Eistlands í mars 2025 n.k. og eistneskir nemendur koma svo í heimsókn til okkar í Hvaleyrarskóla í maí 2025. Í byrjun áfangans tóku nemendur skoðanakönnun um traust þeirra á stafrænni miðlun, samfélagsmiðlum, almennt um fréttir og skoðun þeirra á tæknivæddri veröld. Rýnt verður á auglýsingamarkaðinn, áhrifavalda svokallaða, hafa þeir áhrif? Áherslan er að nemendur geti bjargað sér á ensku, læri að bera virðingu fyrir skoðunum annarra og efli samvinnu. Í COVID urðu heilbrigðiskerfi víða um heim undir miklu álagi. Margir læknar og hjúkrunarfræðingar upplifðu mikla streitu og kulnun. Mörg fyrirtæki lokuðu eða minnkuðu starfsemi sinni sem leiddi til atvinnuleysis og efnahagslegar óvissu. Ríkisstjórnir um allan heim þurftu að setja á laggirnar efnahagslegar aðgerðir til að styðja við fyrirtæki og einstaklinga. Fólk þurfti að halda sig heima, sem leiddi til félagslegrar einangrunar. Þetta hafði neikvæð áhrif á andlega heilsu margra. Fjarnám og fjarvinna urðu algengari, sem breytti því hvernig fólk starfar og lærir. Þetta leiddi til aukinnar notkunar á tækni og stafrænum lausnum. Fólk varð meira meðvitað um heilsu sína og hreinlætisvenjur. Almennar venjur í tengslum við hreinlæti og smitvarnir breyttust. COVID-19 leiddi til þess að lönd þurftu að vinna betur saman til að takast á við heimsfaraldurinn, en einnig skapaði það spennu milli ríkja vegna aðgangs að lyfjum og bóluefnum. Skólar þurftu að aðlaga sig að nýjum kennsluháttum, sem hafði bæði jákvæð og neikvæð áhrif á nemendur. Listir og menning urðu fyrir áhrifum, þar sem margir menningarviðburðir og sýningar voru aflýst eða frestað. Falsfréttir urðu tíðari og allskyns svindl. Fólk hefur orðið meðvitaðra um tengslin milli mataræðis og andlegrar heilsu. Mataræði sem styður við andlega vellíðan og á tímum COVID-19 hefur mataræði tekið miklum breytingum, bæði í matvöruöryggi og matarvenjum. Í POCO-COMMA verkefninu verða fjórar sameiginlegar vinnustofur sem eflaust skila sér í skilningi á heimi þar sem við erum umvafin upplýsingum, þá er gagnrýnin hugsun nauðsynleg til að greina á milli áreiðanlegra og óáreiðanlegra heimilda. Hún hjálpar okkur að taka upplýstar ákvarðanir, þar sem við metum kosti og galla, og hugsum út í afleiðingar. Gagnrýnin hugsun eykur hæfileikann til að rökstyðja mál og koma með sterkari rök, sem er mikilvægt í umræðum og samræðum. Kennarar skólans sem umsjón hafa með þessu verkefni eru umsjónarkennarar í unglingadeild: Grétar Birgisson (8. bekkur, íslenska, kynfræðsla og samfélagsgreinar), Wendy Richards (9. bekkur, enskukennari), Margrét Össurardóttir (10. bekkur, heimilisfræði). Deila Tísta